Velflest í volli á Spánarslóðum þessa síðustu og verstu en það stoppar ekki ríkislestarfyrirtækið Renfe í að hefja formlega rekstur lággjaldalesta. Nú er til dæmis komist milli Barselóna og Madríd eða öfugt allt niður í sjö hundruð krónur á kjaft!!!

Dótturfyrirtæki Renfe á Spáni er Avlo. Það batterí rekur bara lággjaldalestir. Skjáskot

Töluverð tíðindi frá Spáni. Hafin er sala miða í sérstakar lágfargjaldalestir sem ríkislestarfyrirtækið Renfe hefur komið á teinana.

Avlo heitir fyrirbærið og eðli máls samkvæmt verður ekkert spes í boði í þeim lestunum. Engir forréttindaklefar, enginn matur borinn fram, engin dagblöð né tímarit, sætin þröng og pláss fyrir farangur jafn takmarkað og fylgi Framsóknarflokksins.

En, og það er stórt EN, þá kemur á móti að fargjaldið á milli Barselóna og Madríd eða öfugt kostar allt niður í sjö hundruð krónur. Það reyndar eingöngu kynningartilboð út þetta ár og aðeins ef bókað er fyrir júlí en engu að síður brilljant verð á 500 kílómetra löngum túr með hraðlest. Normalt verð á þeim leiðum verður þetta 2500 – 8000 krónur í framtíðinni. Svona aðeins hærra en meðalverð með rútum sem á milli fara en taka sex til sjö stundir í stað tveggja til þriggja stunda með lestinni.

Þjóðráð fyrir flakkara að setja bak eyra. Lest öllu betri kostur en flug og nú er feit verðsamkeppni á milli.

Avlo mun bjóða ferðir víðar um Spán og jafnvel til Portúgal í framtíðinni. En fyrsta skrefið er gott 🙂 Heimasíða Avlo.