Millilandaflug hafði veruleg áhrif til hins verra í fyrstu bylgju Covid-faraldursins samkvæmt rannsókn sem skoskir vísindamenn hafa birt. Dánartíðni jókst umtalsvert fyrir tilstuðlan flugs og ferða.

Ferðaþjónustan með mannslíf á samkviskunni.

Með öðrum orðum: ferðaþjónusta í heiminum með mannslíf á samviskunni samkvæmt gögnum Skotanna. Þar auðvitað fyrsta og fremst þau lönd og ríki sem ekki lokuðu dyrum sínum fyrir ferðafólki um leið og ljóst mátti vera að faraldurinn var stórhættulegur og dreifðist hratt.

Í dag er auðvitað morgunljóst að flug og ferðir fólks gera illt verra. Því til sönnunar nægir að benda á sýkingar hér heima á klakanum að undanförnu. Undantekningarlítið eru smit innanlands mun færri en mæld smit í Leifsstöð. Ísland einmitt eitt fárra ríkja sem aldrei hefur lokað landamærum sínum fyrir ferðafólki vegna þrýstings frá ferðaþjónustuaðilum.

Þeir aðilar hafa sitthvað á samviskunni ef marka má þá skosku. Rannsóknin hér.