Á ttfaldur heimsmeistari samkvæmt World Travel Awards. Fyrsti gistivefur heims til að bjóða heimagistingu og sumarhús. Fyrsti gistivefur heims til að lista verð frá gististöðunum sjálfum til samanburðar. Tólf árum síðar er gistivefur Fararheill enn að moka inn verðlaunum.

Stofnað af tveimur Áströlum í bílskúr árið 2008. Gistivefur Fararheill er sá besti ár eftir ár eftir ár….

Sjálfsagt að monta sig þá sjaldan maður hittir nagla á haus.

Fararheill hefur um ellefu ára skeið notað og auglýst gistivefinn HotelsCombined (HC.) Það töluvert áður en sá vefur fór að hljóta verðlaun á verðlaun ofan hjá hinum ýmsu aðilum fyrir framúrskarandi þjónustu og sífellt lægsta verðið hjá stórum fjölda hótela og gististaða á heimsvísu.

Illu heillu varð HC of góður fyrir lítinn gistivef og var keyptur með húð og hári af risanum Booking fyrir tveimur árum síðan. Alltaf sniðugt að kaupa upp alla harða samkeppni ekki satt…

Við hér ætluðum að skipta um gistiaðila í kjölfarið en ákváðum að gefa smá sjéns. Sú trú er að skila sér nú því HotelsCombined var að vinna fyrstu verðlaun hjá hinum þekkta ferðavef Frommers. HC þykir besti gistivefur heims árið 2021 og verðlaunin góð því Frommers hefur aldrei verið þekkt fyrir að reyna að ganga í augu risanna í bransanum. Það sem meira er; Frommers framkvæmdi duglega úttekt á fjölmörgum gistivefmiðlum vegna þessa og þar á meðal hjá eigendunum Booking. HC reyndist töluvert betri 🙂

Aldrei skal neitt fullyrt en ef þú ert að skoða gistimöguleika einhvers staðar í heiminum er barasta galið að kíkja ekki á ferðavef okkar hér að neðan. Þó ekki sé nema til samanburðar.

Nema auðvitað að þér sem alveg sama um peninga.