Það er með þetta fornkveðna að lög og reglur gilda ekkert endilega um alla. Lalli Johns fór beint í steininn fyrir að stela 200 króna samloku til að sleppa við að svelta. Vellauðugur forstjóri Icelandair fær töluvert meira svigrúm.

Icelandair að bjóða ágæt tilboð þessi dægrin en þau tilboð gilda bara eftir hentugleika Icelandair…

Forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, er vinamargur og meðal hans félaga er Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og skattaskjólsaðdáandi.

Kannski er það sá vinskapur sem er undirstaða þess að Icelandair auglýsir reglulega tilboð á flugi og ferðum en með þeim feita fyrirvara að „vegna tíðra breytinga á flugáætlun getum við ekki tryggt að uppgefið verð sé rétt.”

Dabbadona!

Ekki aðeins hefur íslenska ríkið gefið Icelandair milljarða króna skattfé í meðgjöf þessa síðustu og verstu heldur og er nú í lagi að auglýsa feit tilboð og standa svo ekki við eitt né neitt þegar á hólm er komið.

Svona fyrir vitskerta lesendur þá kveða lög í landinu á um að óheimilt er að auglýsa vöru/þjónustu á verði sem ekki er hægt að standa við. Það kallast svindl og svínarí á flestum tungumálum.

Ekki einn fjölmiðill hefur séð ástæðu til að vekja athygli á þessu lögbroti Icelandair hingað til. Hvað segir það okkur um íslenska fjölmiðla? Né heldur hefur heyrst múkk frá Neytendastofu. Þeirri stofnun sem á að ganga úr skugga um að ekki sé svínað á fólki á neinn hátt í viðskiptum.

Tími til kominn að leggja þá stofnun niður ef ponsulítill ferðavefur þarf aftur og ítrekað að benda þeim á lögbrotin…