Skip to main content

A llir sem til þekkja í Tyrklandi vita sem er að keramik frá því ágæta landi þykir fremst meðal jafningja og eru flísar frá Tyrklandi jafn eftirsótt og tyrknesk teppi í heiminum. Þar kemur Îznik til sögunnar því þessi fallegi bær var fyrr á öldum mesta miðstöð keramikframleiðslu í öllu Ottóman ríkinu.

Þóttu gæði flísa frá bænum bera af og má meðal annars sjá flísar frá Îznik prýða veggi Sultanahmet moskunnar í Istanbúl og Selimiye moskunnar í Edirne auk flestra annarra moska um allt landið.

Bærinn sjálfur var einnig um rúmlega 50 ára skeið höfuðstaður Býzantín veldisins og fátt eitt er til vitnis um það í dag ef frá eru taldir veggir sem umkringja bæinn á fjögurra kílómetra kafla. Falleg hlið má finna á stöku stöðum og ber Hliðið að Istanbúl þar af.

Þá er í bænum leifar kirkjunnar Haghia Sophia. Alls óskylt frægari kirkju/mosku í Istanbúl en forvitnileg sjón að sjá það sem eftir stendur af þessari elstu uppistandandi byggingu í bænum. Er byggingin opin frá 9- 12 og 13 – 17:30 daglega. Framlög þökkuð en enginn aðgangseyrir.

View Larger Map