Skip to main content
E inhver gæti haldið að stjórar Icelandair hefðu nú farið í alvarlega naflaskoðun meðan á Kófinu stóð. Ekki virðast það þó raunin. Flug til og frá New York héðan er undantekningarlaust ódýrara með báðum þeim bandarísku flugfélögum sem keppa við Icelandair á þeirri leiðinni.

Merkilega lítil samkeppni af hálfu Icelandair til New York. Samsett mynd

Sem kunnugt er glímir Icelandair nú við TVO bandaríska keppinauta á flugleiðum héðan vestur um haf til Bandaríkjanna. Hvorki Delta né United þekkt fyrir lág fargjöld en fimm stikkprufur okkar á flugi til New York leiða í ljós að Icelandair er varla samkeppnishæft við þau bandarísku.

Skoðum nokkur handahófskennd dæmi sem við kíktum á þennan miðvikudag og þú sérð hvað við meinum. Allt væri þetta eðlilegt ef bandarísku flugfélögin væru lággjaldaflugfélög eða þekkt fyrir lág fargjöld en eins og áður kom fram geta hvorki Delta né United almennt stært sig af slíku.

9. – 15. júlí

27. júl – 3. ágúst

18. júl – 8. ágúst

19. – 26. ágúst

3. – 10. september

Úff!!!

Íslenska flugfélagið kemur verst út í ÖLLUM DÆMUNUM. Verðmunurinn mestur 54% á nánast sömu vörunni: flug fram og aftur á sardínufarrými án tösku.

Það er dálítið mikill munur ekki satt? Og í þessu tilfelli ekki hægt að halda því fram að launakjör hjá bandarísku flugfélögunum séu kúkur og kanill eins og er tilfellið hjá evrópskum lággjaldaflugfélögum.

Við hér ítrekum að Icelandair þarf að skipta um stjórn eins og hún leggur sig. Þetta er sama liðið og gat ekki kreist eina krónu í plús á gullæðistíma í íslenskri ferðaþjónustu. Líkurnar á að það gerist næstu árin eru næstum engar…