Skip to main content

Hmmm. Öllu má nú nafn gefa. Þar á meðal að auglýsa „íslenska fararstjórn” þegar fararstjórinn er danskari en smørrebrød!!!

Fögur er Madeira og enginn Íslendingur ósnortinn af túr þangað. En rétt skal vera rétt. Mynd tobephoto

Lesendur okkar vita að við hér elskum fátt meira en Portúgal. Þar með taldar margar súpergóðar portúgalskar eyjur á borð við Azor og Madeira.

Þess vegna full ástæða til að brosa breitt þegar innlend ferðaskrifstofa býður upp á beinar ferðir á þær slóðir eins og ferðaskrifstofan Heimsferðir (í eigu skíthælsins Andra Más Ingólfssonar) býður upp á í næsta mánuði.

Príma mál að komast til blómríkustu eyju Evrópu í beinu flugi sísona. Verra að gefa í skyn að fararstjórn sé íslensk í húð og hár þegar fararstjórinn heitir Niels Rask Vendelbjerg.

Það er sem sagt Dani að bjóða upp á „íslenska” fararstjórn í vorferð Heimsferða til Madeira. Alls ekkert verra að hafa Dana með í för og líklega betra. En að segja að íslensk fararstjórn sé í boði er lítið annað en vörusvik.

Sem kemur ekki á óvart hjá ferðaskrifstofu Andra Más Ingólfssonar…