Janúarmánuður er oftar en ekki útsölumánuður hjá erlendum ferðaþjónustuaðilum og þann mánuð umfram aðra hægt að gera kjarakaup á ferðum hingað og þangað. Nú er til dæmist hægt að njóta í tíu daga siglingu um Miðjarðarhafið í mars á hundrað þúsund króna afslætti.

Cádiz á Spáni er ein þeirra borga sem hægt er að spranga um í siglingu í lok mars. Mynd Pau Bou

Cádiz á Spáni er ein þeirra borga sem hægt er að spranga um í siglingu í lok mars. Mynd Pau Bou

Skipafélagið P&O er að gefa drjúgan afslátt á tíu nátta siglingu þann 22. mars frá Southampton í Englandi og sem leið liggur til Lissabon, Cádiz, Gibraltar, Barcelona, Cannes og Livorno áður en ferð lýkur í Genóa áður en flogið er aftur til Bretlands. Dágóð ferð og auðvitað stigið frá borði á öllum stöðum ef fólk vill og kýs.

Þessi ferð er nú til sölu með 35% afslætti á mann sem þýðir að par getur hoppað um borð fyrir svo lítið sem 242 þúsund krónur miðað við gengi dagsins. Þar ofan á vantar 50 þúsund krónur í flug héðan til Bretlands og aftur heim og því samtals kostnaður innan við 300 þúsund á parið.

Sami afsláttur er auðvitað vilji fólk meiri klassa en gluggalausa innrikáetu og smelli fólk sér á káetu með svölum fæst slíkt á 350 þúsund plús klink til eða frá. Rúmlega 170 þúsund krónur á mann sem er ekki mikið fyrir ljúfa og langa siglingu.

[alert]Engar áhyggjur af þurfa lopapeysuna með í þessa ferð. Meðalhitastig á þessum slóðum í lok mars er 15 gráður.[/alert]

Allt um þetta hér.