Fyrir sólarhring síðan auglýsti ferðaskrifstofan Heimsferðir flug aðra leiðina til Billund í Danmörku allt niður í 9.900 krónur. Annaðhvort voru aðeins þrjú sæti í boði ellegar ferðaskrifstofan er að blekkja.

Næstu fjóra mánuði finnst EKKERT flug aðra leið til Billund á auglýstu verði.

Næstu fjóra mánuði finnst EKKERT flug aðra leið til Billund á auglýstu verði.

Sólarhring eftir auglýsingu ferðaskrifstofunnar á áberandi stað í Fréttablaðinu finnst ekkert far til Billund nálægt því verði sem auglýst var.

Þvert á móti er allra lægsta fargjald Heimsferða aðra leið til Billund með sköttum í maí, júní og júlí 17.900 krónur eins og sjá má á listanum hér að neðan sem tekin er af bókunarvél Heimsferða. Fara þarf lengst aftur í ágúst til að finna flug á 14.900 krónur. Hvergi samt 9.900 að finna nema á einni dagsetningu frá Billund til Íslands. Auglýsingin gekk ekki út á það.

Ekki þar fyrir að 17.900 sé svo hræðilegt. Það setur engan á höfuðið en hvers vegna sífellt að beita blekkingum. Er það einhvers konar tíska hjá ferðaskrifstofum að koma ekki hreint fram við hugsanlega viðskiptavini?

hemsss