Það er fleira en Októberfest í München sem gæti freistað ferðamanna í september og október þetta haustið. Einhver allra stærsta hátíð sem haldin hefur verið til minningar um Beethoven fer fram á sama tíma í Bonn.

Beethoven höllin í Bonn verður einn sextíu staða þar sem tónlist meistarans verður gert hátt undir höfði í haust. Mynd Beethovenfestbonn

Beethoven höllin í Bonn verður einn sextíu staða þar sem tónlist meistarans verður gert hátt undir höfði í haust. Mynd Beethovenfestbonn

Nánast í heilan mánuð, frá 6. september fram til 3. október verður fátt eitt í boði í þessari fyrrum höfuðborg Þýskalands annað en Beethoven, Beethoven og Beethoven. Og svo smá Beethoven.

Ástæðan er Beethovenfest sem hér er haldin en tónskáldið fæddist í Bonn og hér eru reglulega haldnar hátíðir af því tilefni. Þó aldrei með slíkum hætti sem nú skal gert.

Allar níu sinfóníur skáldsins verða hér fluttar í heild sinni af mörgum frægustu klassísku stjörnum samtímans í hinum ýmsu tónleikahöllum og húsum í borginni. Alls óvíst er hvort mennskir menn komast yfir allt saman en á þessum tæpa mánuði verða 60 tónleikar á 22 mismunandi stöðum. Smáfólkinu þarf ekki að leiðast jafnvel þó klassísk músik eigi yfirleitt minna upp á pallborðið þar. Hér fer samhliða einnig fram Junges Beethovenfest sem ætlað er að höfða sérstaklega til þeirra yngri.

Bonn er sem kunnugt er nánast eineggja við Köln og skjótan tíma tekur að fara á milli.

Allt um hátíðina og uppákomurnar hér.