Hvernig hljómar að taka inn alla áhugaverðustu staðinu í Denver og nágrenni og bræla jónu eða tvær í rólegheitum svona rétt á meðan ekið er milli staða?

Allra meina bót segja sumir en deila má um það. Ein af þeim rútum sem fara með ferðafólk í kannabisferðir í Colorado. Mynd G.Ball

Allra meina bót segja sumir en deila má um það. Ein af þeim rútum sem fara með ferðafólk í kannabisferðir í Colorado. Mynd G.Ball

Það er einmitt það sem þú færð þegar pantaður er túr með einhverju þeirra tæplega 70 nýju ferðaþjónustufyrirtækja í Coloradofylki í Bandaríkjunum. Öll þeirra snúast um kannabistúrisma.

Það hefur komið yfirvöldum í Colorado á óvart allur sá hliðarbúskapur sem lögleiðing kannabisefna hefur haft samkvæmt Denver Post. Fjöldi ferðamanna fyrstu þrjá mánuði ársins er 25 prósent meiri en í meðalári en það var einmitt um áramótin sem leyfilegt varð að selja og nota kannabisefni í ríkinu án viðurlaga en Colorado og Washington fylki eru þau einu í Bandaríkjunum sem þetta leyfa.  Ekki nóg með það heldur skýrir Business Insider frá því að samkvæmt flugleitarvefum hafi frá áramótum Denver verið sú bandaríska borg sem hvað flestir leiti að ferðum til.

Fyrirséð varð að sprengja yrði í fjölda ræktenda og seljenda efnanna sjálfra en að túrismi nyti svo góðs af kemur mönnum vestanhafs á óvart. Fjöldi aðila hefur gripið hugmyndina á lofti og ýmsar mismunandi tegundir túra í boði en flestir eiga það sameiginlegt að viðskiptavinir komast hátt upp mjög fljótlega í ferðinni og það jafnvel á jafnsléttu. Er tískan að bræla út í eitt meðan ekið er milli staða í ferðum þessum og þar ýmsar mismunandi tegundir í boði hverju sinni.