L itlar líkur eru á að aðrir Íslendingar en þeir sem leigja sér bíl og rúnta áhyggjulaust um Jótland lendi nokkurn tímann í smábænum Hadsten en sá er nokkurn veginn miðja vegu milli borganna Randers og Árósa. Bærinn er hefðbundinn danskur bær og hefur sinn litla sjarma.

Hér búa um átta þúsund manns og starfa að stærstum hluta í borgunum fyrrnefndu. Landbúnaður er þó vænn hluti af atvinnu á svæðinu.

Það er tvennt sem ferðafólki gæti þótt forvitnilegt við Hadsten og nágrenni. Annars vegar er hér staðsettur einn fallegasti kastali Danmerkur, Clausholm kastalinn, en sá er talinn fallegasti kastali landsins sem byggður var í barokkstílnum. Þar er líka kirkja þar sem sjá má eitt elsta orgel í Danmörku. Hægt er að skoða slottið frá júlí og fram í ágúst ár hvert og er það þess virði.

Hins vegar er í Hadsten svokallað Modelbane Europa sem er eitt stærsta lestarteinamódel í Evrópu og dregur að töluverðan fjölda lestarnörda árlega.

https://www.google.com/maps/place/8370+Hadsten,+Denmark/@56.3403688,10.0181193,12z/data=!3m1!4b1!4m5!3m4!1s0x464c109ae93926ef:0xa00afcc1d50fec0!8m2!3d56.329953!4d10.0477629

View Larger Map