Golfáhugafólk ætti velflest að kannast við nafnið Druids Glen sem er einn af þremur frægustu og vinsælustu golfvallarsvæðum Írlands. Þar kostar yfirleitt formúgur að spila eða gista en ekki í mars og apríl.

Heimsfrægir vellir og gisting með á gjafverði næstu mánuði

Heimsfrægir vellir og gisting með á gjafverði næstu mánuði

Druids Glen er samheiti tveggja golfvalla og fimm stjörnu hótels í írsku sveitasælunni í um 30 mínútna fjarlægð frá Dublin. Hér fara reglulega fram risamót í golfi sem útskýrir kannski hvers vegna meðalverð á gistingu per nótt er vel yfir 40 þúsund krónur svona alla jafna.

En nú ber vel í veiði. Á vefmiðlinum Yourgolftravel er nú sértilboð í gangi á ákveðnum dagsetningum í mars og apríl þar sem boðið er upp á gistingu eina nótt og tvo hringi á þeim tveimur völlum sem hér eru. Það sem vekur athygli sú staðreynd að fyrir þann pakka greiðir einstaklingur heilar 18 þúsund krónur. Það er þriðjungur af því sem þarf yfirleitt að greiða fyrir herbergi eitt og sér.

Hreint frábært tilboð og ekki er leiðinlegt að við komumst þráðbeint til Dublin með Wow Air á allsæmilegu verði þessi dægrin. Þar hægt að dunda margt og taka svo næturstund á Druids Glen svona í leiðinni.

Allt um þetta hér.