Hmmm. Feitar tafir og enn feitara vesen hjá Wow Air og flugfélagið grípur til þess ráðs að senda hóp fólks á FARFUGLAHEIMILI með sameiginlegu klósetti svona meðan flugfélagið finnur út úr hlutunum.

Að okkar mati fer nú að verða tími til kominn að draga til baka flugrekstrarleyfi Wow Air Skúla Mogensen. Leyfa kappanum að reyna að ná markaðshlutdeild þegar fyrirtækið er skráð í Litháen. Það allavega réttur staður miðað við framkomuna við viðskiptavini.

Til dæmis stóran hóp fólks á leið til Los Angeles, sem samkvæmt Twitter beið í ÁTTA KLUKKUSTUNDIR í Leifsstöð eftir framhaldsflugi áður en milljarðamæringurinn Mogensen ákvað að senda hópinn á næsta farfuglaheimili…

Ábyggilega eðlileg þjónusta ef þú býrð í Norður-Kóreu. Þess utan…