E nginn skortur er á fjölda vefmiðla sem gefa sig út fyrir að hafa sem mestar og bestar upplýsingar um golf og golfvelli vítt og breitt um heim og bjóða lægsta verðið í þokkabót.

Ýmislegt í stöðunni til að komast í fínt golf á fínu verði.

Ýmislegt í stöðunni til að komast í fínt golf á fínu verði.

Þaðan af síður er nokkur skortur á sérhæfðum ferðaskrifstofum sem lofa hverjum áhugamanni um golf hinu sama gegn viðskiptum. Ritstjórn Fararheill.is hefur umtalsverða reynslu af hvoru tveggja og getur með sanni mælt með yourgolftravel.com.

Á þeim bænum er búið að vinna alla vinnuna fyrir þig hafir þú hug að skreppa erlendis í golf með litlum fyrirvara. Á einni síðu eða svo gefur að líta fjölmörg tilboð á hinum og þessum golfvöllum og hótelum og þarf ekki að leita lengi til að finna eitthvað við allra hæfi í nánast hvaða landi sem er þar sem boðið er upp á golf.

Fararheill.is bendir á að finnir þú eitthvað heillandi á umræddri síðu er þó þjóðráð að panta ekki í gegnum síðuna heldur fara beint á vefsíðu umrædds hótels eða golfvallar og panta beint þar sjálfur. Þannig sparast allnokkrar krónur sem annars færu fyrir lítið í umboðslaun en auðvitað þarf að hafa aðeins meira fyrir slíku.

Þá er og vert að hafa í huga að þessi ákveðni vefur nær ekki til allra hótela eða golfvalla og hafi menn tímann fyrir sér er annað ráð að leita sjálfir á heimasíðum golfhótela þar sem algengt er að þar birtist reglulega tilboð eða afslættir sem ekki eru sérstaklega auglýstir annars staðar. Það kostar vissulega tíma að finna vænlegustu kjörin á golfpökkum með því að bera saman en það getur sparað tugþúsundir króna og þeir eru margir sem gætu notað slíkan pening í annað.

Fleiri samkeppnishæfa golfvefi má finna hér fyrir neðan:

♥ www.yourgolftravel.com

♥ www.golfinspain.com

♥ www.portugalgolfe.com

♥ www.onlinegolfholidays.com