Skip to main content

Kínversk stjórnvöld hafa numið úr gildi þörf á sérstakri vegabréfsáritun til landsins í þeim tilfellum sem ferðalangar stoppa tímabundið í borgum landsins.

Uppgangurinn í Kína er vægast sagt undraverður og full ástæða til að staldra við ef tækifæri gefst.

Uppgangurinn í Kína er vægast sagt undraverður og full ástæða til að staldra við ef tækifæri gefst.

Nú getur fólk sem einhverra hluta vegna þarf að millilenda í helstu borgum landsins ekki á sérstakri vegabréfsáritun að halda vilji fólk kíkja aðeins út af flugvellinum. Hingað til hefur verið tekið hart á slíku og enginn farið neitt án gildra og stimplaðra pappíra.

Þetta er plús fyrir stjórnvöld og fyrirtæki í landinu því þetta þýðir að ferðafólk gistir kannski eina nótt í Kína í stað þess að flýta sér áfram með næsta flugi og eyðir peningum á meðan. Þetta er vitaskuld jákvætt fyrir ferðafólk líka því fátt er leiðinlegra en eyða takmörkuðum stundum lífsins föst á flugvöllum.

Eins og sakir standa gildir þetta ennþá aðeins um borgirnar Beijing, Shanghai, Guangzhou, Chengdu og Chongging en eftir áramótin á borgunum að fjölga sem þetta leyfa. Slík leyfi eru þó bundin til þriggja daga eða skemur. Dvelji fólk lengur þarf eftir sem áður að verða sér úti um áritun. Þá er fólki óheimilt að yfirgefa þær borgir sem dvalið er í.