Séðir ferðalangar vita sem er að hægt er að njóta sólar og sands á ströndum Miðjarðarhafsins margfalt ódýrar en ella ef menn hugsa aðeins út fyrir rammann. Eins og til dæmis að flatmaga í maí og njóta svo hins yndislega íslenska sumars í júní, júlí og ágúst.

Höfnin í Fuengirola. Í maí er meðalhitastig þar í bæ 18 gráður sem er kjörhiti fyrir bleiknefja frá Íslandinu góða. Mynd Leo Hidalgo

Höfnin í Fuengirola. Í maí er meðalhitastig þar í bæ 18 gráður sem er kjörhiti fyrir bleiknefja frá Íslandinu góða. Mynd Leo Hidalgo

Ótaldar eru þær flugur sem slegnar eru með slíku höggi. Í fyrsta lagi er nokk kjánalegt að æða út í heim einu stundirnar hér heima sem von er á veðri sem er allnærri því að vera frábært. Í öðru lagi eru allt í einu engar biðraðir á vinsæl söfn, bari eða veitingastaði á Spáni. Í þriðja lagi miðast verðlag bæði á hótelum og öðrum nauðsynjum oft við lágannatíma og því 10 til 30 prósentum lægra en um mitt sumar. Í fjórða lagi er hægt að finna æði frábær tilboð hjá völdum ferðaskrifstofum þennan tíma árs.

Eins og tilboð það sem ferðaskrifstofan Lowcostholidays auglýsir nú. Þar er vikudvöl á fjögurra stjörnu hóteli í strandbænum Fuengirola á Costa del Sol í boði í maí fyrir tæpar 35 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman. Ekkert er innifalið annað en flug og gisting en okkur er sama. Jafnvel með flugi til Kaupmannahafnar og heim aftur getur parið notið þessa tilboðs á 140 þúsund krónur leiti menn og finni bestu flugtilboð héðan. Það er 40 til 60 þúsund króna lægra verð fyrir par en ferðaskrifstofur hérlendis voru best að bjóða til Spánar á svokölluðum spænskum dögum um síðustu helgi.

Tilboðið hér og allar nánari upplýsingar.