Icelandair mun brátt hefja reglulega áætlunarflug til Birmingham í Englandi, annarrar stærstu borgar landsins. Skammt frá borginni er hinn sögufrægi golfvöllur Belfry og ef það eitt og sér heillar ekki áhugamenn gæti kannski aukið áhugann að þar fara ítrekað fram nektarsamkvæmi.

Allt er til. Líka erótískar veislur á rótgrónum golfvöllum. Mynd Belfry
Belfry, sem reyndar er samnefnari fyrir þrjá golfvelli auk hótels, er einn sá frægasti í bransanum í Bretlandi og á heimsvísu líka enda hér farið fram ekki minni mót en Ryder-bikarkeppnin og það fjórum sinnum gegnum tíðina. Að frátöldum fjölmörgum sterkum mótum á Evrópumótaröðinni.
Fararheill lék tvo af þremur völlum Belfry fyrir skömmu síðan og grein um það og dvöl hér á hótelinu birtist innan tíðar. Við vildum hins vegar benda þeim Íslendingum sem elska nekt af ástríðu að á Belfry fara nokkuð reglulega fram samkvæmi þar sem klæðnaður er ekki bara illa séður heldur bannaður. En reyndar í lagi að bera grímur.
Kannski ágætt að drífa sig í ljós og mögulega einhverjar aðgerðir áður en fólk fer að spígspora á afmælisfötunum í veislu í mið-Englandi en næsta slíka partí fer fram um áramótin þegar fram fer veisla sem sniðugir Bretarnir kalla Nude Years Eve. Vissulega öðruvísi leið að eyða áramótum og ritstjórn Fararheill fyrst til að hvetja fólk til að stíga út úr þægindarammanum.
En það er samt eitthvað rangt við slíkt partí á sögufrægum golfvelli ef þú spyrð okkur. Miðasalan hér ef þú hefur áhuga og hér heimasíða Belfry hótelsins.