Okkur telst til að við höfum strollað um Hyde Park fyrir jólin fjórum sinnum áður og getum því slegið föstu að jólaríkið sem þar finnst nú er það lang fjölbreyttasta og skemmtilegasta sem verið hefur. Þangað verða allir að kíkja og ekki síst með börnin.

Sem fyrr segja myndir meira en þúsund orð og því ráð að kíkja á meðfylgjandi myndband en það má vera mikill Leppalúði eða Grýla sem ekki kemst í nett jólaskap í Hyde Park. Skreytingar á svæðinu verða sífellt stórkostlegri og alltaf bætist við af forvitnilegum hlutum. Hellir jólasveinsins er hér og vel sóttur af smáfólkinu. Parísarhjólið er klassík auðvitað og gefur yndislega útsýn. Svo náttúrulega jólaglöggið og ristuðu hneturnar og allt hitt sem heillandi þykir flestum. Að ógleymdum mörkuðunum.

Út með ykkur 😉