Sitt sýnist hverjum auðvitað en hvað okkur á Fararheill varðar er engin spurning að ljúf fljótasigling er töluvert yndislegri ferðakostur en túr með skemmtiferðaskipi.

Margir þeir fljótabátur sem nú er notast við eru lítið annað en lúxussnekkjur. Skjáskot

Margir þeir fljótabátur sem nú er notast við eru lítið annað en lúxussnekkjur. Skjáskot

Ekki svo að skilja að skemmtiferðaskipin séu leiðinlegir staðir því það eru þau yfirleitt ekki. En slíkar ferðir skilja yfirleitt mun minna eftir sig en öllu rólegri sigling um skurði og ár, nánd við ástvin og eða vini er miklu meiri í smærri bátum svo ekki sé talað um aðra um borð. Fólk er miklu líklegra að eignast nýja vini án þess að hafa mikið fyrir í tíu daga siglingu á fljótabát en nokkurn tímann í sams konar siglingu með skemmtiferðaskipi. Og í ferðalögum sem annars staðar er maður manns gaman.

Fyrir þau ykkar sem hafa ánægju af fljótasiglingum gæti kveikt neista að þessa stundina og fram til 26. janúar er allt að 30 prósenta afsláttur á tilteknum siglingum með hinu virta fyrirtæki Avalon. Þar sem fljótasiglingar um borð í nýjustu og flottustu bátum eru oft í dýrari kantinum munar sannarlega um allan afslátt. Í þessu tilfelli allt upp í 120 þúsund króna afslátt.

Kíktu á tilboð Avalon hér og ekki stressa þig á að komast á brottfararstað. Aldrei munu fleiri flugfélög fljúga til og frá Íslandi en næsta vor, sumar og haust og það verður seint mikið vandamál að finna flugfar á góðu verði til velflestra áfangastaða í Evrópu.