Við haldið þessa ræðu nokkrum sinnum áður en þið vitið hvað fróðir segja um góðar vísur. Nú komin fram enn ein vísbending þess að einkunnir gististaða á Tripadvisor er oft tóm tjara.
Breski neytendavefurinn Which! hefur birt niðurstöður viðamikillar úttektar á einkunnagjöf hótela og gististaða á risavefnum Tripadvisor. Yfir 250 þúsund einkunnir skoðaðar í kjölinn og niðurstaðan vægast sagt döpur. Svo döpur að „vinsælasta” hótelið í Kaíró í Egyptalandi um áraraðir er ekki lengur vinsælasta hótelið í Kaíró í Egyptalandi!
Rannsóknir Which! leiddu í ljós ótrúlegan fjölda fimm stjörnu einkunna sem voru gefnar af notendum sem höfðu aldrei birt neinar einkunnir áður og birtu engar einkunnir í kjölfarið. Sem er nákvæmlega það sem þú átt von á eftir allt hótelstaffið er skikkað til að skrifa einkunn um sinn eigin vinnustað svo dæmi sé tekið.
Tripadvisor kallar rannsókn neytendasamtakanna tóma tjöru eins og við var að búast en staðreyndin er sú að meðan ferðavefurinn krefur ekki einkunnagjafa um sönnun þess að hafa raunverulega gist á x-hóteli eða gististað, má ljóst vera að óprúttnir nýta sér það í æsar til að plata þig og þína.