Astmi eða andnauð að þjaka fólk dags daglega? Þá er ráð að taka stefnuna EKKI til Póllands næstu árin. Þar finnast nefninlega menguðustu borgir og bæir Evrópu.
Bandarísk stofnun sem sérhæfir sig í að rannsaka loftmengun hist og her í veröldinni hefur birt lista sinn yfir menguðustu borgir Evrópu og þar byggt á opinberum tölum hverrar borgar og lands fyrir sig. Slíkur listi, eðli máls samkvæmt, æði mikilvægur nú þegar sífellt stærri hópur fólks glímir við öndunarfærasjúkdóma af ýmsu tagi. Þegar hafa rannsóknir sýnt og sannað að loftmengun dregur hundruð þúsunda til dauða fyrir tímann.
Niðurstöður AQLI, Air Quality Life Index, sýna svo ekki verður um villst að Pólland er mengaðasta land Evrópu og þar fremst í flokki borgirnar Varsjá og Lodz. Þær borgirnar svo mengaðar að íbúar lifa rúmu ári skemur en ella fyrir vikið.
Annað svæði sem astmasjúklingar ættu að sleppa alfarið er Pó-dalurinn á Ítalíu. Þar finnst til dæmis borgin Mílanó en úthverfi þeirrar borgar er hjarta iðnaðar á Ítalíu. Á ársgrundvelli er loftmengun á þeim slóðum vel yfir heilsuverndarmörkum 365 daga á ári.
Það segir sig sjálft að fólk sem á annað borð á erfitt með andardrátt er ekki að fara að njóta eins né neins á ferðalögum á menguðum stöðum. Það skiptir það fólk því miklu máli að ferðast þangað sem öndun þýðir sem minnsta áreynslu. Varsjá og Mílanó lítt spennandi kostir.
Úttekt AQLI hér.