Skip to main content

Við hjá Fararheill erum að reyna að gera okkur grein fyrir hvort nýleg tilmæli ferðamálayfirvalda í Indónesíu eru stórmerkilegar fréttir eða aðeins plott til að auglýsa ferðamannastaði sína enn frekar. Plottið snýst um að þeir hafa fengið nóg af ferðamönnum til eyjarinnar Balí.

Merkilegt nokk vilja ferðamálayfirvöld nú að FÆRRI sæki Balí heim en verið hefur. Það er algjör stefnubreyting í Indónesíu. Mynd tata_aka_t

Merkilegt nokk vilja ferðamálayfirvöld nú að FÆRRI sæki Balí heim en verið hefur. Það er algjör stefnubreyting í Indónesíu. Mynd tata_aka_t

Ferðamálayfirvöld eru að hvetja ferðamenn til að ferðast til annarra staða í Indónesíu en Balí og ástæðan helst sú að aldrei áður hafa fleiri Ástralar sótt Balí heim en síðustu mánuðina. Þeir koma að stórum hluta til vegna vinsæls ástralsks sjónvarpsþáttar sem sýnir föngulegt ungt fólk stunda kynlíf á kynlíf ofan á rómantískum stöðum á Balí. Þátturinn atarna ku vera sá allra vinsælasti hinu megin á hnettinum.

Svona til að setja hlutina í samhengi þá sóttu alls 3.9 milljónir erlendra ferðamanna Balí heim árið 2017 sem þó var ekkert metár. Bali í heildina er 5.600 ferkílómetrar að stærð. Til Íslands 2015 komu rúmlega ein komma tvær milljónir ferðamanna og landið alls 106 þúsund ferkílómetrar að stærð. Það þarf enga stærðfræðiheila til að sjá að ferðamenn eru alls staðar á Balí.

Sem er ekkert voðalega spennandi að okkar mati og þarlend yfirvöld kannski loks að kveikja á perunni líka. Ljóminn fer nefninlega æði fljótt af stöðum þegar ekki er þverfótað fyrir öðru fólki. Þá er bara alveg eins gott að hanga í Kringlunni á Þorláksmessu.