Sé aðeins hægt að dvelja í Edinborg einn einasta dag ársins er skrambi skemmtilegt að velja til þess 30. apríl ár hvert. Þá fer fram geysivinsæl hátíð að heiðnum sið til að fagna komandi sumri og nýrri fæðingu og allt með kynferðislegum undirtóni.

Ekki atriði úr Mad Max heldur hluti af Beltane Fire hátíðinni sem fram fer í Edinborg í apríl hvert ár
Ekki atriði úr Mad Max heldur hluti af Beltane Fire hátíðinni sem fram fer í Edinborg í apríl hvert ár

Hátíðin atarna, Beltane Fire, hefur á aðeins 20 árum orðið eitt helsta aðdráttarafl Edinborgar utan háannatíma á sumrin. Hátíðina sækja tugþúsundir og nokkur fjöldi gesta tekur þátt í gjörningnum þó strangt til tekið þurfi fólk að vera meðlimir í Beltane Fire Society.

Beltane Fire sem fram fer á Calton hæðinni ár hvert er haldin að heiðnum sið þar sem þátttakendur maka sig mismunandi litum eftir reglum, stökkva yfir bálköst og átök verði milli Grænna og Blárra sem tákna sumarið og veturinn.

Eru þeir himinlifandi sem þátt taka en hafa ber í huga að mikil drykkja, læti og nekt fylgja í kaupbæti sem vitaskuld er lágmarkið ef sannarlega á að virða heiðna sögu og hefðir.

Heimasíða hátíðarinnar hér.

Leave a Reply