Hið íslenska flugfélag Wow Air fær ekki nema sæmilega einkunn fyrir þjónustu af hálfu stórblaðsins Boston Globe en einn blaðamaður þess prófaði þjónustu flugfélagsins nýlega og skrifar um í blaðið.

Blaðamaður Boston Globe ekki neitt yfir sig hrifinn af þjónustu flugfélagsins

Blaðamaður Boston Globe ekki neitt yfir sig hrifinn af þjónustu flugfélagsins

Eins og lýðnum ætti að vera ljóst hóf Wow Air flug vestur um haf fyrir skömmu en áfangstaðir flugfélagsins þar eru Boston og Washington D.C. Eðli málsins samkvæmt hafa blaðamenn verið að prófa þjónustuna og þá sérstaklega með tilliti til þess að Wow Air auglýsti grimmt flug til Evrópu fyrir 99 dollara fyrr í vetur. Það gerir kringum fimmtán þúsund krónur og er langt undir því sem önnur flugfélag sem yfir Atlantsála fljúga bjóða.

Boston Globe segir flugið sjálft hafa verið sæmilegt ef frá eru taldar þær staðreyndir að alls ekkert afþreyingarkerfi er um borð í vélum Wow Air og sú staðreynd að greiða þurfti fyrir allan fjandann um borð. 270 krónur fyrir kaffibolla, sama upphæð fyrir gamla góða kranavatnið og 430 krónur fyrir lítinn snakkpoka. Þá hafi farangur verið vigtaður upp á hár í Boston við brottför en enginn starfsmaður pælt í því í Kaupmannahöfn á leiðinni til baka. Aukagjöldin fóru sem sagt nokkuð fyrir brjóst blaðamanns.

En það versta var bið við innritunarborð flugfélagsins. Fjöldi fólks með farangur og tengiflug og það tók langan tíma að afgreiða gesti um borð. Það langa stund að blaðamaðurinn spyr sjálfan sig hvort svo ódýrt flug sé eftir allt saman svo góð hugmynd.

Ritstjórn Fararheill er hissa. Það er jú ekki eins og flug til Bandaríkjanna hafi ekki verið skipulagt á skrifstofum Wow Air í rúmt ár. Að gera hlutina ekki betur en svo að mínus fæst í kladdann hjá þeim sem fjalla um málið hjá stórum fjölmiðlum vestanhafs er dapurt.

Ójæja, það er allavega hægt að bóka gistingu í Boston á lágmarksverði hér að neðan án þess að sætta sig við meðalmennsku.

Greinin í heild sinni hér (á ensku).