Skip to main content

Þjóðráð að setja allar ferðir til Jamaíka í Karíbahafinu á ís um stundarsakir. Þar vaða glæpamenn uppi sem aldrei fyrr og ræna eða myrða mann og annan.

Sendnar strendur Montego Bay á Jamaíka eru fimm stjörnu út í eitt. En ekki er allt sem sýnist.

Ritstjórn heimsótt Jamaíka samtals sjö sinnum gegnum tíðina. Stundum tekið sjénsa eins og að vappa um höfuðborgina Kingston þótt lögregla hafi varað við öllum ferðum í miðborginni. Lifðum það af eins og gefur að skilja af þessum skrifum.

En ekkert okkar var á Jamaíka þegar viðvaranir lögreglu voru í gildi fyrir mega-ferðamannastaði á borð við Negril eða Montego Bay.

Sem er raunin í dag sökum þess að morð og glæpir gerast á þessum vinsælu ferðamannastöðum ekkert síður en í höfuðborginni sjálfri. Yfirvöldum sem sagt mistekist að halda ferðamönnum öruggum á helstu stöðum. Mistekist svo herfilega að neyðarástandi hefur verið lýst yfir á ofangreindum stöðum á eynni.

Með tilliti til þess að lögregla nýtur engrar virðingar í landinu er sennilega óhætt að fresta duglega öllum túrum til þessarar yndislegu eyjar um óákveðinn tíma. Nema auðvitað þú fílir hættu við hvert fótmál…