Skip to main content

Kræst! Að flugfélag þurfi bókstaflega að brotlenda fjárhagslega til að forráðamenn kveiki á þeirri peru að sniðugt sé að bjóða beint áætlunarflug til þeirra staða sem landinn elskar mest…

Allir elska Tene og Icelandair að fatta það núna…

Sem er nákvæmlega það sem forráðamönnum Icelandair hefur dottið í hug nú sjö árum of seint.

En betra er seint en aldrei. Icelandair er raunverulega að hefja áætlunarflug, tvisvar í viku, lóðbeint til Tene á Kanaríeyjum í maí á næsta ári. Það er að segja ef Kanaríeyjurnar verða yfirleitt opnar ferðafólki á þeim tíma.

Sem við skulum vona öll sem eitt. Ef hlutirnir verða ekki komnir sæmilega í eðlilegt horf á heimsvísu í maí 2021 er öll von úti fyrir heimsbyggðina…