Sé það draumur einhvers þarna úti að heimsækja Marokkó á ódýran hátt og kynnast fleiri hliðum þess lands en þessum sólbökuðu ströndum sem alls staðar eru eins gæti verið sniðugt að taka frá tíma í nóvember eða desember.

Meknes er ein sögufrægra borga Marokkó en þær flestar heimsóttar í einum góðum túr.
Frá Noregi er í boði að túra í vikutíma um landið með leiðsögn, hálfu fæði og öllum ferðum þessa tvo mánuði niður í 84 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman en það er sirka helmings afsláttur frá því sem normalt gerist. En auðvitað þurfum við að henda í flug til Osló og heim aftur að ferð lokinni. Þar bætist ofan á 25 til 30 þúsund eftir atvikum.
Ekki er um sólstrandaferð að ræða því hér er megináherslan á sögu lands og þá sérstaklega þær borgir Marokkó sem sögufrægar eru. Tíma eytt í Marrakesh, þaðan för haldið til Casablanca áður en hin merkilega borg Fez er heimsótt og áð á leiðinni í borgunum Meknes og höfuðborginni Rabat áður en endar aftur í Marrakesh.
Risaplús við að túra í nóvember eða desember er ekki aðeins sá að komast aðeins burt af köldum klaka heldur ekki síður að þessir mánuðir eru heilt yfir þeir einu þegar hitastig í Marokkó er ekki of mikið af því góða. Þennan tíma rúllar hitamælirinn aðeins í rúmar 30 gráður en ekki langleiðina í 40 gráður eins og raunin er þess utan.
Nánar um þetta hér hjá Travelbird.