Gott ef það er ekki í hinni helgu bók sem sagt er að þeir síðustu verði fyrstir. Það á sannarlega við um þá sem negla síðustu káeturnar í vetrarferðum bresku ferðaskrifstofunnar Cruise.

Höfnin í Genóa á Ítalíu þaðan sem indælis sigling hefst og endar í desember. Mynd LigurianPort

Höfnin í Genóa á Ítalíu þaðan sem indælis sigling hefst og endar í desember. Mynd LigurianPort

Ferðaskrifstofa þessi sem sérhæfir sig í siglingum hvers kyns um heimsins höf hefur hent út allra-síðustu-sæti-tilboðum fyrir veturinn og þau tilboð æði safarík mörg hver.

Hver ætlar til dæmis að slá hendi mót vikusiglingu um Miðjarðarhafið í byrjun desember í káetu með svölum fyrir svo lítið sem 76 þúsund á kjaft miðað við tvo. Það gera rösklega 150 þúsund krónur alls fyrir siglinguna fyrir par eða hjón og fer nærri að vera lágmarksverð fyrir einn almennt séð. Áð í Genóa, Róm, Sikiley, Barcelóna, Möltu og Marseille og jafnvel þó ekki sé brennandi sól á lofti í desember er heldur ekki of kalt til að njóta lífsins með bravúr.

Reyndar vantar inn í dæmið flug til og frá í ofangreindu tilfelli en nú þegar landinn kemst reglulega til London fyrir 10 til 15 þúsund á mann og fyrir svipaða upphæð frá London og til Genóa er vikusiglingin samt þín fyrir 120 þúsund krónur á mann. Reyndu að finna slíkt tilboð hjá innlendum ferðaskrifstofum 🙂

Nánar hér.