Skip to main content

Tölfræðin sýnir og sannar að ár og dagur er síðan landinn upplifði jafn blautt sumar og það sem nú er að líða. Þarf reyndar ekki fræðinga til að segja okkur það því hægt er að lesa slíkt úr andlitum fjölmargra sem ekki geta hugsað sér að takast á við enn einn kaldan vetur ef ekki birtir almennilega til á milli.

Sólarlag við Kata-strönd á Phuket í Tælandi. Mynd mst7022

Sólarlag við Kata-strönd á Phuket í Tælandi. Mynd mst7022

Ef hinn íslenski sólarguð er spéhræddur og fáskiptinn er fátt annað í stöðunni en grípa til eigin ráða. Og hvers vegna þá ekki að leyfa sér aðeins meira en venjulega?

Eins og Fararheill fjallaði um í síðustu viku eru nú fjögur flugfélög að fljúga milli Keflavíkur og Bretlands og eins og samantekt okkar sýndi fram á er nú komist þangað á hagstæðu verði næstu mánuðina. Því sé komist þangað og heim aftur kringum tuttugu þúsund krónur er leikur einn að nýta sér eitt af fjölmörgum ferðatilboðum breskra ferðaskrifstofa.

Eins og það sem ferðaskrifstofan Kenwood Travel er með til sölu nú til Phuket í Tælandi. Þar um að ræða vikuferð í tiltölulegum lúxus á fínu hóteli með morgunverð innifalinn. Verð á mann miðað við tvo saman aðeins 180 þúsund krónur eða 360 þúsund samtals sem með flugi til Bretlands og heim aftur ætti ekki að kosta meira en 400 þúsund alls fyrir parið.

Einhvern tímann hefði það þótt stórkostlegt tilboð til Tælands og þykir mögulega enn. Ekki hvað síst fyrir þá sök að þetta er í boði í september og til loka október. Ekkert haustveður þar mikið en tilboðið þarf þó að bóka fyrir áttunda ágúst.

Nánar hér.