Tíðindi

Verulegar tafir líklegar í Leifsstöð í sumar

  02/03/2011nóvember 24th, 2014No Comments

Einn er sá galli á þeirri þróun mála í sumar nú þegar ljóst er orðið að ein sextán mismunandi flugfélög fljúga til og frá Íslandi að litla Leifsstöð er engan veginn búin undir þann fjölda farþega sem líklegt er að komi til landsins þetta sumarið.

Var Leifsstöðin lítil fyrir og þá sérstaklega innritunarsalurinn og þarf ekki annað en fjórar til fimm vélar að fara á sama tíma til að troðfylla salinn. Það er því afar hætt við að tveggja klukkustunda fyrirvari eins og hefur hingað til nægt farþegum nægi frá og með sumrinu.

Isavia, flugrekandi Leifsstöðvar, áætlar að meðalaukningin á álagstímum í sumar geti verið allt að 700 manns í viðbót við það sem verið hefur.

Vegna þess verða gerðar nokkrar endurbætur á aðstöðunni og þar á meðal verður vopnaleitarsalur stækkaður og innritunarvélum í brottfararsal fjölgað. Þá er líka til umræðu að stöku flugfélög breyti áætlunum sínum til að minnka álagið.