Þó hatur sé sterkt orð þá er það oft á tíðum tilfinningin gagnvart hinum dimma og kalda janúarmánuði hér lengst úti á ballarhafi. Sá mætti okkar vegna algjörlega missa sín og söknuðurinn yrði enginn.

Ræðum við þetta eitthvað? Mynd tekin í Góa í janúarmánuði

Ræðum við þetta eitthvað? Mynd tekin í Góa í janúarmánuði

Það er að hluta til ástæða þess að ritstjórn er eins og hún leggur sig annars staðar í heiminum í þessum mánuði og hefur augun galopin fyrir ljúfum tilboðum á slóðir þar sem trefill, húfa og hanskar er ekki nauðsynjabúnaður áður en haldið er út undir bert loft.

Eitt slíkt rak á fjörur frá bresku ferðaskrifstofunni Sunango. Þar er sú að bjóða ferðir í eina viku eða tvær til Góa á Indlandi yfir þessa köldu mánuði sem framundan eru. Allra best er að það er útsala í gangi.

Það þýðir að nú og næstu dagana er hægt að kaupa ferð á þessar slóðir 30 prósentum ódýrara en venja er. Vikuferð fæst lægst á 107 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman og tveggja vikna pakki lægst á 146 þúsund krónur. Í viðbót þarf að greiða flug til og frá London en ferðir þessar eru í boði bæði frá Heathrow og Gatwick.

Ekki er gist á slökum stað heldur því umrætt hótel fær toppeinkunn hjá ferðalöngum Tripadvisor. Ólíkt íslenskum ferðaskrifstofum er auðvitað lágmarksþjónusta að koma fólki alla leið á hótel og út á völl aftur og það innifalið. Og ekki þarf mikið að tala um veðrið…

Allt um málið hér.