Við hér skrifað ítrekað um hinn mjög svo vafasama forstjóra ríkisfyrirtækisins Ísavía, Björn Óla Hauksson, gegnum tíðina. Nú virðast augu yfirmanna hans loks hafa opnast. Kauði hefur sagt starfinu lausu og það prontó.

Skíthæll út í eitt en komist upp með um áraraðir. Fráfarandi forstjóri Ísavía.

Frábærar fréttir fyrir alla þá sem dreymir um að ríkisforstjórar gæti hagsmuna almennings en ekki sérhagsmunaafla. Lesa má nánar um uppsögn Björns Óla hér á vef Vísis.

Þessar fréttir kalla á kampavín, blöðrur og tonn af rósum. Gaurinn verið vafasamari en mafíósar á Sikiley undanfarin ár. Gaur sem þáði boðsferðir hjá Icelandair, þvert á reglur, og bauð auðvitað kerlu sinni og nánustu ættingjum með. Sagðist svo sorrí, sorrí og endurgreiddi þegar upp komst þó reglurnar hefðu verið ljósar frá því að land byggðist.

Nýlega hefur svo komið í ljós fyrir tilstuðlan Stundarinnar að þessi ræfill gerði díl við annan vafasaman sjálfstæðismann, Ingimund Sigurpálsson, fyrrum forstjóra Íslandspósts. Ingimundur hækkaði laun Björns Óla duglega og fyrir vikið hækkaði Björn Óli laun Ingimundar duglega. Þetta gátu sjálfstæðismennirnir gert sökum þess að sitja í stjórnum fyrirtækja hvors annars.

Sneddí ekki satt 🙂

Samkvæmt frétt Vísis hefur Björn Óli sagt starfi sínu lausu fyrirvaralaust og hefur þegar hætt störfum…

Einmitt það! Líkurnar á að vafaplebbi hendi feitu tugmilljóna stjóradjobbi fyrir róða sísona eru engar. Einhver hefur sagt kauða að hafa sig á brott eigi síðar en í gær.

En hey, sama hvaðan gott kemur. Skál í boðinu 🙂