Einhvern tímann tekið eftir auglýsingum um helmings afslátt á sumarleyfisferðum hjá íslenskum ferðaskrifstofum og það rétt fyrir háannatímann?

Allt að 50 prósent afsláttur á sumarleyfisferðum frá Noregi þessa stundina

Allt að 50 prósent afsláttur á sumarleyfisferðum frá Noregi þessa stundina

Auðvitað ekki enda aldrei neitt slíkt verið í boði fyrir Íslendinga þó þegnar siðmenntaðri þjóða Evrópu njóti slíkra kjara reglulega. Og ekki þarf einu sinni að vera í Evrópusambandinu til þess arna.

Norska ferðaskrifstofan Apollo er nú þessa stundina að bjóða allt að 50 prósent afslátt á útvöldum ferðum í sumar og er þar af ýmsu að taka enda stór og þekkt ferðaskrifstofa.

Hvers vegna það ætti að nýtast okkur hér lengst í ballarhafi spyrð þú? Einfalt. Þrjú flugfélög fljúga héðan til Oslóar. Þar á meðal besta lággjaldaflugfélag Evrópu og sú samkeppni tryggir að við komumst til Noregs á þokkalegu verði allan ársins hring.

Það aftur þýður að finni fólk ódýrar flugferðir með Icelandair, SAS eða Norwegian næstu mánuðina er sáraeinfalt að nýta sér helmingsafslátt Apollo og mögulega komast í langþráð frí án þess að þurfa að selja nýrun á svörtum markaði.

Tilboð Apollo hér.