Ferðaskrifstofan Vita auglýsir nú eitt stykki ferð til Kúbu um miðjan nóvember. Það er vel enda allmikill Kúbuáhugi hjá landsmönnum. Verra að ferðin eru stutt, dýr, ekki í beinu flugi og á miðju fellibyljatímabili til að bæta gráu ofan á svart.

Hvers vegna að bjóða svo stuttar ferðir þegar svo langt er farið? Skjámynd af vef Vita ferða

Hvers vegna að bjóða svo stuttar ferðir þegar svo langt er farið? Skjámynd af vef Vita ferða

Ritstjórn Fararheill telur tímabært að forráðamenn Vita ferða geri eins og eina könnun meðal viðskiptavina. Yfirgnæfandi líkur eru á að fólk vilji gjarnan dvelja lengur en sex sólarhringa á ljúfum sólarstað þegar flug fram og aftur tekur rúmar tuttugu klukkustundir.

Fyrir okkar leyti hér hjá Fararheill skiljum við ekki hver lætur bjóða sér upp á vikuferðir til Karíbahafsins. Ferðir eru dýrar í hlutfalli við Kanaríferðir, flugtíminn er langur, leiðinlegur og millilending oft reyndin og þegar tekið er tillit til ferðalaga til og frá flugvelli ytra og kannski eins og eina góða skoðunarferð með þá er fólk kannski með heila fimm daga til að slaka á. Þegar ferðin kostar par eða hjón um hálfa milljón króna eru það ansi dýrir dagar.

Nei, takk ómögulega. Megum við taka okkur það bessaleyfi að benda Kúbuþyrstum á fjórtán daga ferðir í sama mánuði, einnig með öllu inniföldu á fínustu hótelum, frá 198 þúsund krónum á mann frá Bretlandi með ferðaskrifstofum á borð við Holiday Place eða Thomas Cook. Samtals kostar fjórtán daga ferðin parið tæplega 400 þúsund og jafnvel þó við tökum 70 þúsund frá fyrir flug til Englands og heim aftur eru enn eftir tugþúsundir króna í veskinu miðað við að fara með Vita ferðum þó dvalist sé viku lengur.

Og sé skoðað smáa letrið í ferð Vita kemur í ljós að millilent er í Kanada svo EKKI er um beint flug að ræða eins og gefið er í skyn.

Flug til Kúbu með stoppi í Kanada telst allt í einu vera BEINT flug samkvæmt Vita ferðum

Flug til Kúbu með stoppi í Kanada telst allt í einu vera BEINT flug samkvæmt Vita ferðum