Skip to main content

Varla farið framhjá lifandi sálu að fargjöld Icelandair hafa hækkað rækilega á síðustu vikunum. Við því var að búast með falli helsta keppinautsins. En ekki gleyma að mörg önnur fín erlend flugfélög dekka líka vinsæla áfangastaði Icelandair.

Bonn er oftast ekki á dagskrá ferðalanga en hún á heimsókn skilið og fáir sjá eftir því. Þangað er beint flug héðan.

Wow Air heyrir sögunni til og sama gildir um hin ágætu lággjaldaflugfélög Airberlin og Germania en öll þrjú buðu flug frá Íslandi og til hinna ýmsu staða í Þýskalandi á síðustu sumarvertíð á fínustu kjörum.

Einhver gæti haldið að ekki sé komist lengur til Þýskalands án þess að bóka hjá Icelandair. Góðu heilli er það ekki svo. Bæði Lufthansa og dótturfyrirtæki þess, Eurowings, bjóða reglulega túra yfir hafið frá Íslandi í sumar.

Áfangastaðirnir í Þýskalandi þetta sumarið í beinu flugi eru Frankfurt, Bonn/Köln, Berlín, Hamborg og Munchen. Þjóðráð að gera verðsamanburð áður en farmiðinn er bókaður 🙂