M argir þeir flugaðilar sem bjóða ferðir til og frá Íslandi hafa undantekningarlaust dregið saman vængina svo um munar í bæði áfangastöðum og tíðni ferða. EasyJet og Wizz Air ekki á meðal þeirra.

Áfram fín tilboð á flugi með easyJet frá Íslandi. Mynd Clement Alloione

Þetta extra mikilvægt fyrir ferðaþyrsta nú þegar boð og bönn fara vonandi að syngja sitt síðasta í ferðaheimum.

Nett tékk okkar á heimasíðum easyJet og Wizz Air leiðir í ljós að bæði flugfélög eru mestmegnis að bjóða okkur sömu áfangastaði og svipað oft og þeir gerðu áður en Kófið setti allt úr skorðum. Wizz Air býður áfram alla sína áfangastaði óbreytt og ef frá er talin Basel gerir easyJet það líka. Meira að segja Bristol er að koma aftur inn seint á þessu ári. Bæði flugfélög að stærstum hluta að bjóða sömu góðu kjörin líka óbreytt.

Þetta lofsvert bæði fyrir innlenda ferðaþjónustuaðila en ekki síður okkur plebbana sem vöknum úr áköfum ferðaþorsta um miðjar nætur. Svo ágætt að muna að hvorki easyJet né Wizz Air hafa þegið krónu í ríkisstyrk eða ríkisaðstoð síðustu misserin. Sjálfsagt að styðja vel rekin fyrirtæki fremur en sum sem eru á ríkisspenanum á tíu mínútna fresti eins og Icelandair og Norwegian en hið síðarnefnda hefur hækkað fargjöld sín um hundruð prósenta eins og við fjölluðum um hér.