Þ að verður ekkert af Norðmönnum skafið. Tilkynnt hefur verið um annað nýtt lággjaldaflugfélag þar í landi á örskömmum tíma.

Gardemoen flugvöllur í Osló. Þaðan gera tvö ný lággjaldaflugfélög út á næstunni.

Norse Atlantic Airways er ekki þjálasta nafn í heimi en það er glænýtt lággjaldaflugfélag sem vonir standa til að sendu fyrstu rellurnar í loftið í lok árs og einbeita sér að flugi milli Bandaríkjanna og Evrópu. Áður hafði verið tilkynnt um lággjaldaflugfélagið Flyr en það ætlar að sinna innanlandsflugi og Evrópuflugi og hefja flug í sumar.

Það sóknarfæri þar ytra nú þegar búið er að strípa Norwegian niður í frumeindir og árafjöld mun taka fyrir það fyrirtæki að ná vopnum sínum á ný. Og annar eigandi Norse Atlantic Airways er einmitt Bjorn Kjos sem kom Norwegian á laggirnar á sínum tíma. Kjos bolað burt frá Norwegian á síðasta ári þó enn eigi kauði einhverja hluti í félaginu.

Framtíðin verður að leiða í ljós hvort annað hvort þessara flugfélaga sinnir Íslandsmarkaði.