P lúsinn er að hið skuldsetta lággjaldaflugfélag Norwegian hefur ekki gefist upp á Íslendingum. Mínusinn sá að lág fargjöld þeirra heyra sögunni til.

Áfram komist til Alicante með Norwegian en kostnaðurinn hefur stóraukist.

Síðustu árin hefur hið norska flugfélag boðið landanum upp á beint flug til nokkurra ljúfra áfangastaða og þar ekki síst til Alicante þar sem þúsundir Íslendinga eiga eignir. Fargjöldin ætíð verið sanngjörn miðað við þrengsli um borð og oftar en ekki í lægri kantinum. Algengt var að komast fram og aftur fyrir þetta 30 til 40 þúsund krónur og allra lægstu fargjöldin töluvert undir því á tímabili.

Alas, sá tími er, illu heilli, liðinn.

Við leit á flugferðum Norwegian fram og aftur til Alicante út október, þegar þeir norsku hætta beinu flugi tímabundið, er ÓDÝRASTA FARGJALD Á MANN ÁN FARANGURS LITLAR 105 ÞÚSUND KRÓNUR!!!

Lægsta mögulega fargjald til Alicante og heim þetta árið með Norwegian. Skjáskot

Ólíkt því sem halda mætti er ekki fimmréttað um borð meðan á flugi stendur, einkaklósett, táslunudd frá flugstjóranum og Lazyboy sófi með aðgangi að Netflix. Þvert á móti er þetta sardínupakkinn. Enginn farangur, engin endurgreiðsla, ekkert val um sæti og oftast næturflug líka.

Guð hjálpi okkur svo ef okkur langar að grípa eina töskudruslu til að hafa nú föt til skiptanna. Þá er LÁGMARKSVERÐ fram og aftur til Alicante 133 þúsund krónur hvorki meira né minna.

Ítrekum þetta aðeins: EITT HUNDRAÐ ÞRJÁTÍU OG ÞRJÚ ÞÚSUND KRÓNUR!!!

Það fer nærri að vera þrefalt hærra verð en meðalverð hafði verið í mörg ár fyrir Kófið. Hér virðist Norwegian greinilega ætla að láta íslenskan almúga greiða upp himinháar skuldir flugfélagsins því slíkar verðhækkanir eru ekkert annað en fáránlegar.

Auðvitað ekki það ekki bara Norwegian að smyrja feitt meira á heldur hefur íslenska krónan fallið drjúgt síðustu misseri og það hækkar auðvitað allan kostnað við flug og ferðir. Fyrst og fremst er þetta þó græðgi hjá þeim norsku og alls óhætt að afskrifa Norwegian sem lággjaldaflugfélag ef marka má tilboðin þeirra til Alicante þetta árið.