Skip to main content
Þ að var allt eftir bókinni. Sama stjórn og hefur ráðið ríkjum meðan flugfélagið Icelandair tapaði 90 prósent af verðgildi sínu fær fullt traust á hluthafafundi. Alltaf gott að eiga góða að í mafíunni sjálfstæðisflokknum 🙂

Ekki nokkur maður veit hvernig framtíðin er í fluginu. Mynd Icelandair

Förum ekkert aftur út í greiningu okkar á ný-endurkjörinni stjórn Icelandair. Sú er hér ef fólk hefur áhuga.

Okkur langar hins vegar aðeins að skoða framtíðarmöguleika flugfélagsins. Og hnusi í einhverjum lesanda við þær fréttir ætti sá hinn sami að skoða greinar okkar síðastliðin ár. Við sáum fyrir erfiðleika Iceland Express, Wow Air og Icelandair töluvert áður en stjórarnir kveiktu á peru. Og nei, við engir sérfræðingar, bara kommonsens stöff.

A) Lítill vafi getur leikið á að Icelandair mun ná vopnum sínum að hluta til aftur um leið og Kófið heyrir sögunni til. Það gæti orðið strax í sumar eða með haustinu en mögulega ekki fyrr en 2022. Þegar þetta er skrifað er veiran að rokka enn og aftur á Ítalíu og enginn veit hvernig eða hvort veiran getur stökkbreyst og jafnvel gert öll lyf umsvifalaust að lyfleysu. Enginn veit hvað verður.

B) Það er hins vegar samdóma álit allra „sérfræðinganna” og flugrekenda líka að alþjóðaflug muni ekki ná sömu hæðum og 2019 á ný fyrr en í fyrsta lagi 2024. Eftir ÞRJÚ ÁR. Það finnst okkur mikil bjartsýni og ástæðan sú að fyrir almúgann er töluvert minna spennandi að skoða fjarlæg lönd ef þar eru allir með grímu og fjarlægir. Alls staðar normið orðið að forðast fólk og það mun vara mun lengur en næstu tvö, þrjú ár.

C) Einn allra stærsti hagnaðarliður Icelandair og annarra flugfélaga eru viðskiptaferðir. Við fullyrðum að nú þegar annað hvert fyrirtæki hefur séð kosti þess að hafa starfsfólkið heima og geta samt sinnt vinnu þokkalega eða betur munu dýrar viðskiptaferðir því sem næst deyja drottni sínum. Icelandair getur auðvitað reitt sig á alþingismennina okkar sem sækja hvern einasta skítaviðburð erlendis sem hægt er en líkurnar á að bissnessinn verði eins og áður var eru engar.

D) Frakflug hefur verið þokkalega stór hluti af bissness hjá Icelandair gegnum tíðina. Vínberin frá Suður-Afríku þurfa auðvitað að komast til landsins eins fljótt og auðið er og sömuleiðis óunninn fiskurinn sem Samherji græðir á 365 daga ársins. Það verður auðvitað bissness áfram en að ímynda sér að Icelandair sitja eitt um þann pott er fráleitt. Hvert einasta smáflugfélag, og eða flugfélög sem eru á teikniborðinu, sjá sama pott í hillingum. Nýtt lággjaldaflugfélag var að taka til starfa í Noregi og ef Play verður að veruleika hérlendis verður áherslan klárlega lögð á frakt svona í og með. Svo kemur að því að landinn segir nei við því að heimta fersk vínber frá fjarlægu stjörnukerfi í desember. Varla til betri leið til að sporna við óhuggulegri hlýnun jarðar.

E) Icelandair lofar Boeing Max í þaula og ekkert síður nú en þeir gerðu áður en rellan sú reyndist gallagripur dauðans. Sú vél komin í loftið hérlendis en það kannski segir eitthvað um öryggi þeirra að Kína hefur enn ekki leyft Max-vélum í loftið. Allnokkrar kannanir hafa sýnt fram á að 20-30 prósent fólks ætlar alls ekki að fljúga með Max þegar fram líða stundir. Svo ekkert sé minnst á að ef Max-vél ferst á næstunni er Boeing fyrirtækið í heild sinni búið að vera og Icelandair getur sent sínar tólf vélar beint á Sorpu.

F) Spurningarnar eru einfaldlega allt of margar til að einhver viti nokkurn skapaðan hlut um framtíð flugs á heimsvísu. Víst er fjöldi fólks sem iðar í skinni að komast í hlýrra loftslag héðan og víst er fjöldi fólks sem vill sækja fagran klakann heim. En það fólk veit líka að ferðalög verða sennilega ALDREI söm aftur og það er breyta sem öllu skiptir.

Sama stjórn og sá um þetta stjörnuhrap hlutabréfa Icelandair mun ráða ríkjum næstu árin. Mynd Nasdaq

Eitt er þó kristaltært. Nýjkjörin stjórn Icelandair er ekki að fara að gera Icelandair að gullnámu á næstu árum eða áratugum. Til þess er þetta of einlitt lið af milljónamæringum sem hefur enga hugmynd um hvað það er að sitja í sardínufarrými eins og plebbarnir.