V æri ekki indælt að því gefnu að verslanir væru fleiri og fjölbreyttari að verðlag í verslunum í Mosfellsbæ væri almennt 20 prósentum lægra en í Reykjavik? Eða vörur á Dalvík 20% ódýrari en á Akureyri? Það er sannarlega sparnaður sem munar um fyrir flest heimili og ekki tekur túrinn langan tíma.

Malmö að kvöldi til. Hér er mikið ódýrara að versla ef sá gállinn er á fólki. Mynd Bill F

Malmö að kvöldi til. Hér er mikið ódýrara að versla ef sá gállinn er á fólki. Mynd Bill F

Því miður eru líkurnar á að upplifa ofangreint kringum núllið en það er raunverulega áfangastaður innan seilingar fyrir okkur Íslendinga þar sem 20 mínútna akstur þýðir gróflega 20 prósent afslátt á vörum almennt talað. Áfangastaðurinn er Kaupmannahöfn og afsláttarborgin er Malmö.

Það kann að hljóma undarlega en staðreynd samt að verðlag í verslunum í Malmö er töluvert lægra en gengur og gerist í Kaupmannahöfn. Köben hefur reyndar orðið sífellt dýrari borg að heimsækja síðustu fimm, sex árin og skjagar nú langleiðina upp í Osló hvað okkur Íslendinga varðar. Í raun að detta út af kortinu sem „kaupstaður“ ef svo má að orði komast.

Malmö hefur aftur á móti staðið nokkuð í stað. Gjaldmiðillinn auðvitað annar en borgin líka mun minni en Kaupmannahöfn og kaupmenn þar þurfa að keppa með einhverju móti við mikið úrval verslana hinu megin Eyrarsunds. Það gera þeir að hluta með að leggja minna á vörur sínar.

Það er því engin spurning að sé ætlunin að kaupa inn að ráði er Malmö mikið betri kostur en Köben. Og á milli er komist með lest eða bíl á innan við hálftíma.

Helstu verslanir og götur í Malmö hér. Helstu verslanir og götur í Kaupmannahöfn hér.