Þ unnildi er gott og gilt íslenskt orð og eitt af þeim orðum sem stofnun Vigdísar Finnbogadóttur á að sjá um að lifi þrátt tugþúsundir erlendra innflytjenda á klakanum. Flugfélagið Icelandair, eftir milljarða króna ríkisaðstoð, sér hins vegar enga ástæðu til að gera tungumálinu okkar hátt undir höfði.

Engar nýjar fréttir per se en loks árið 2021 viðurkennir Icelandair að tíma ekki að eyða fjármunum í rétt íslenskt mál. Sem segir sitt um ríkisstjórn Katrínar Jak/Bjarna Ben sem eyðir tugmilljónum í að styðja við tungumálið en eyðir sömuleiðis tugmilljónum til aðstoðar fyrirtækja sem er slétt sama um íslenskt mál svo lengi sem seðlar koma í hús. Og flaggflugfélag Íslands sem ekki hirðir hætishót um hið merkilega íslenska tungumál á að fá feita sekt ekki síðar en í gær…