Tíðindi

Tempelhof flugvelli breytt í almenningsgarð

  21/04/2011nóvember 24th, 2014No Comments

Loks er að skýrast hvað nákvæmlega verður um hinn sögufræga Tempelhof flugvöll í Berlín. Flugvöllurinn víkur fyrir almenningsgarði sem í verður meðal annars 60 metra hár manngerður klettur. Framkvæmdir hefjast árið 2013.

Deilt hefur verið um örlög þessa merkilega flugvallar í langan tíma en síðasta farþegavélin sem þann flugvöll notaði tók flugið burt árið 2008. Síðan hafa borgarbúar skipst töluvert í tvo hópa; þá sem vilja halda vellinum þar sem hann er sem safni eða mögulega sem innanlandsflugvelli og svo hinir sem vilja völlinn burt.

Þeir síðarnefndu höfðu sínu fram en þá tóku við deilur um hvað ætti að koma í staðinn. Völlurinn er jú í mikill nálægt við miðborg Berlínar og ekki sama hvað þar verður.

Nú er það loks komið á hreint eftir að borgin ákvað að fallast á verðlaunatillögu hollenskra arkitekta. Verður þar risavaxinn almenningsgarður og í honum miðjum manngerður 60 metra hár klettur sem ætlaður er fyrir klettaklifrara og ekki síður til að brjóta upp flatt landslag Berlínar.

Er þessi tillaga öllu eðlilegri en önnur sem var slegin af eftir miklar umræður en samkvæmt henni átti að byggja heilt alvöru manngert fjall á öllu svæðinu og jafnframt leyfa Tempelhof byggingunum að halda sér. Það þótti of mikið af því góða.