Hingað til hefur golfiðkun í Eistlandi ekki verið ýkja hátt skrifuð og fjarri að íslenskir kylfingar hafi nokkuð sótt þangað að ráði. Sem er skiljanlegt því vellir í landinu eru fáir og þeir sem finnast eru ekkert ýkja ódýrir heldur enda gnótt Svía og Finna sem hingað koma árlega og hafa flestir feitari veski en Íslendingar.
Engu að síður eins og Fararheill hefur greint frá er Eistland afskaplega indælt heimsóknar. Fólkið almennt jákvætt og viðmót gott og lands- og loftslag hreint ágætt.
Hér eru allir golfvellir í Eistlandi og kort af staðsetningu þeirra neðar á síðunni.
- White Beach Golf
- Haapsalu Golf
- Otepää Golf
- Saare Golf
- Suuresta Golf
- Estonian Golf & Country Club
- Niitvälja Golf
View Golf í Eistlandi in a larger map