Ef marka má bókunarvél Heimsferða er stutt í að uppselt verði í allnokkrar ferðir þeirra til Mallorca í júlí. Það hin mesta synd því þeir viðskiptavinir ferðaskrifstofunnar sem þegar hafa bókað eru að henda rúmlega 60 þúsund krónum út í loftið.

Sól og sumar svo um munar á Mallorca.

Sól og sumar svo um munar á Mallorca.

Hefur einhver einhvern tímann séð mann labba út úr íslenskum banka með seðlabúnt og henda því kæruleysislega frá sér? Hljómar fáránlega en slíkt háttalag virðist raunin meðal landans þegar kemur að ferðalögum.

Við tókum tvær stikkprufur á pakkaferðum Heimsferða til Mallorca þetta sumarið. Nánar tiltekið tveggja vikna pakka frá 5. júlí til 19. júlí eða yfir háannatíma. Þann tíma gefst viðskiptavinum Heimsferða meðal annars færi á að dvelja á þriggja stjörnu Eix Lagotel Apartments með öllu inniföldu fyrir tvo fyrir 456.390 krónur samtals. Eða á fjögurra stjörnu Barcelo Pueblo Park með hálfu fæði fyrir 498.990 krónur á parið.

Ekkert hræðilegt eða hvað?

Kíkjum á bókunarvél Fararheill. Þar fæst gisting á Eix Lagotel Apartments þessar tvær umræddu vikur með öllu inniföldu fyrir 293.282 krónur. Þar líka gisting á Barcelo Pueblo Park á sama tímabili með hálfu fæði fyrir 332.015 krónur.

Og þá kemur röðin að rúsínunni í pylsuendanum. Sú rúsína er að gegnum Primera Air fæst beint flug til Mallorca 5. júlí og heim aftur 19. júlí fyrir 49.990 krónur á mann eða alls 99.980 krónur fyrir tvo saman.

Við vitum að margir hata stærðfræði þarna úti en ef við beitum þó ekki nema einfaldri samlagningu og frádrætti fáum við út að með því að kaupa flugið gegnum Primera Air og bóka svo hótelin gegnum Fararheill spörum við okkur tæplega 63 þúsund krónur að gista á Eix Lagotel Apartments og rúmlega 66 þúsund krónur á Barcelo Pueblo Park umfram það sem Heimsferðir bjóða!

En þú kannski átt skattfrjálsa fjármuni einhvers staðar og munar ekkert um slíka smámynt…