Það líður smám saman að því að hinar fögru eyjur sem saman kallast Havaí (Hawaii) verði vart mikið lengur heillandi áfangastaður fyrir sólþyrsta ferðamenn.

Sú var tíð að sendnar strendur fundust um allt á Havaí. Ekki lengur…

Hinn ágæti vefmiðill Propublica greinir frá því að FJÓRÐUNGUR sandstranda Havaí-eyja séu farnar forfeðranna til. Það ekkert smáræði á nokkrum litlum eyjum í Kyrrahafinu.

Það myndi líklega heyrast í einhverjum hér heima ef sendnum ströndum Íslands, sem eru merkilega margar, fækkaði um 25 prósent á tiltölulegu augabragði. Gott ef umhverfisráðherra sjálfur þyrfti ekki að bregðast við eða þeir 20 aðstoðarmenn sem hann hefur á kantinum.

Þetta er raunin á hinum bandarísku Havaí-eyjum og meginástæðan kann að koma á óvart. Ástæðurnar tvær talsins. Annars vegar almennt hækkandi sjávarborð með hlýnun jarðar sem vitaskuld kemur verst niður á eyjum heimsins. En meginástæðan er önnur. Hún sú að milljarðamæringar hafa um áratugaskeið keypt upp allar helstu strandlóðirnar á eyjunum og þeir lítið að sætta sig við hækkandi sjávarborð sem ógnar bæði grillinu og flottum görðunum. Þeir flestir hverjir ráðið verktaka til að byggja sína eigin veggi og sjóvarnargarða gegnum tíðina með blessun stjórnvalda á eyjunum.

Gott og blessað. Alls eðlilegt að vernda eignir sínar með öllum mögulegum hætti. Nema kannski að sjóvarnargarðar hist og her vernda ekki bara stöku lóðir gegn ágangi sjávar. Þeir eyða líka sendnum ströndum á fimm mínútum sléttum. Sirka.

Milljarðamæringarnir komist upp með þetta gegnum sporslur til þingmanna og ráðandi afla en reglur á Havaí kveða á um að þó einkaaðilar eigi tiltekna strönd eða strandsvæði, sé öðrum yfirleitt heimilt að tölta þar um vandræðalaust. Svipað og lög á Íslandi heimila frjálsa för ferðafólks um allar trissur. Ennþá!

En sporslur og mútur hvers konar hafa þýtt grænt ljós fyrir milljarðamæringana hingað til. Og sjóvarnargarðarnir hafa þegar sópað burt 25 PRÓSENTUM af sandströndum þessara dásamlegu eyja. Og það eru fáir að dúllast með margarítu og magasár á klettaströndum…