Heimsferðir stökkva fram á sjónarviðið og bjóða sólarhringstilboð til Barcelona. Kostar flug fram og tilbaka 29.900 og kalla þeir tilboðið tvo fyrir einn. Engu að síður eru aðeins fimm forfallasæti í boði svo tveir fyrir einn gildir aðeins fyrir fjóra aðila. Pant ekki vera þessi fimmti.

Dágott boð til Barcelóna

Dágott boð til Barcelóna

Eru forfallatilboð Heimsferða ansi algeng þessi dægrin en athyglisverðast er að uppsett verð á forfallaferðum þeirra virðast ekki taka mið af því að slíkar forfallaferðir er að mestu búið að greiða svo skömmu fyrir brottfarir.

Með öðrum orðum; þeir einstaklingar sem afbóka ferð með minna en viku fyrirvara fá ekkert endurgreitt af því sem þeir höfðu greitt inn á ferðina. Og á því augnabliki ætti hún að vera fullgreidd að mestu.

Þess ættu þeir sem stökkva á skynditilboð með dags fyrirvara að njóta en gera ekki.

Sumarverð á flugi fram og tilbaka til Barcelona í sumar hefur verið 39.900 svo þrátt fyrir að Heimsferðir hafi þegar fengið þau fimm sæti sem nú eru auglýst sem forfallasæti bjóða þeir 2 fyrir 1 á 29.900.

heimsferdir_2

Tilboðið:

2 fyrir 1 til Barcelona

21. ágúst

frá aðeins kr. 29.990 – vegna forfalla

Smelltu hér ef þú átt í erfiðleikum með að lesa fréttabréfið!

  • Ótrúlegt tilboð á flugsætum á morgun, föstudag!
  • Aðeins 5 sæti vegna forfalla!
  • Bókaðu strax!

Heimsferðir bjóða ótrúlegt sértilboð á síðustu 5 sætunum vegna forfalla til Barcelona 21. ágúst. Gríptu þetta einstaka tækifæri og njóttu þín í borginni sem býður frábært mannlíf og fjölbreytni í menningu, afþreyingu að ógleymdu fjörugu strandlífi og endalausu úrvali veitingastaða og verslana.

Bjóðum einnig sértilboð á gistingu í Salou sem er einn allra fallegasti bær Costa Dorada strandarinnar, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Stórkostlegar strendur, fjölbreytt aðstaða, úrval veitingastaða og litríkt næturlíf. Í boði er gisting á Cye Holiday Centre sem er okkar vinsælasta íbúðahótel í Salou. Gististaður sem býður góðan aðbúnað, frábæra staðsetningu og fjölbreytta þjónustu í sumarfríinu. Ath. aðeins 1 íbúð í boði!

Fyrstur kemur, fyrstur fær!

Frá kr. 29.990
Netverð á mann, Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 21. ágúst í viku. Netverð á mann.