Skip to main content
Tíðindi

Seattle og New York eins og Vegas

  16/06/2011febrúar 4th, 2014No Comments

Gangi spár um áframhaldandi hlýnandi loftslag í heiminum eftir út öldina geta ansi margir af vinsælustu ferðamannastöðum heims í dag kvatt ferðamennina bless sökum of mikilla hita.

Einn slíkur staður verður Honolulu á Hawaii eins og sjá má á korti sem AOL Travel hefur tekið saman um hverju fólk má eiga von á í aldalok á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum. Er það vitaskuld miðað við að spár gangi eftir og fátt bendir til annars en þær geri það.

Að frátöldu Honolulu sem verður einfaldlega sjóðandi bendir allt til að hitastig í Seattle og New York verði á pari við hitann í eyðimörkinni í Las Vegas í Nevada í dag. Chicago mun njóta svipaðs loftslags og Los Angeles gerir nú og í Phoenix verður hitinn sá sami og í Bangkok í Tælandi nú. Þá er erfitt að ímynda sér að hitinn í Houston í Texas geti orðið mikið meiri en hann þegar er.

Kortið, sem er þó fyrst og fremst tekið saman til gamans, sýnir þó glögglega áhrif loftslagsbreytinga þó aðeins sé um Bandaríkin að ræða í þessu tilfelli.