Tíðindi

Salzburg um jól og áramót

  24/09/2012No Comments

Wow Air býður til miðnættis í kvöld sérstakt tilboðsverð á völdum ferðum til Salzburg í Austurríki en ferðatíminn sem í boði er nær frá 22. desember og fram til mars.

Til eru mun verri staðir til skíðaiðkunar en Austurríki en þangað er nú hægt að komast á tilboðsverði um jólin og eftir jól

Kostar flug aðra leiðina 24.900 krónur og báðar leiðir því 50.300 krónur með bókunargjaldi en í viðbót bætist við farangursgjald 2.900 krónur á hverja tösku. Aukinheldur kostar 3.900 krónur að taka með sér skíðin aðra leiðina.

Samanlagt má því gróflega ætla að 24.900 króna tilboðsverðið breytist í 31.700 krónur aðra leiðina og því raunverð fram og til baka fyrir hvern farþega 63.400 krónur.

Heimasíða Wow Air hér.