Tíðindi

Svona bætirðu Denver ódýrast í líf þitt

  24/09/2012No Comments

Illu heilli er ekki í boði hjá Icelandair, Wow Air né Iceland Express að sjá á augabragði hvenær nákvæmlega allra ódýrustu fargjöld til áfangastaða þeirra eru í boði. Að mati Fararheill sýnir það hugsanlegum viðskiptavinum lítilsvirðingu að ætlast til að þeir eyði tíma sínum í leit að hagkvæmasta fluginu á heimasíðum þeirra.

Skipti fargjaldið öllu máli fyrir áhugasama getur þurft að eyða nokkrum tíma í leit á heimasíðum Icelandair, Wow Air og Iceland Express

Icelandair auglýsir nú áfangastaði sína og uppgefið lægsta mögulega verð til viðkomandi staðar. Einn þeirra er Denver í Bandaríkjunum og á fólk að geta „bætt smá Denver í líf sitt“ ódýrast fyrir 44.900 krónur aðra leiðina í vetur.

Þar sem Icelandair býður ekki þá sjálfsögðu þjónustu að lista hvaða daga nákvæmlega þau fargjöld eru í boði tekur Fararheill þá áskorun í staðinn.

Að neðan má sjá þær dagsetningar sem umrætt lægsta fargjald, 44.900 krónur, er í boði frá Íslandi til Denver næstu mánuðina miðað við stöðuna á vef Icelandair þann 24. september 2012. Hafa skal í huga að prísar breytast ört og hækka fyrirvaralaust.

OKTÓBER: 27, 28, 30

NÓVEMBER: 1, 3, 8, 10, 11, 13, 15, 17, 18, 20, 22, 27, 29

DESEMBER: 1, 2, 4, 6, 8, 9, 11, 16, 26, 30

JANÚAR: 8, 10, 13, 15, 20, 22, 24, 27, 29, 30